A A A
| fimmtudagurinn 7. október 2010

Fyrirtćkjamót Ívars í Boccia

Fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 17. október klukkan 13:30. Mótið verður með hefðbundnu sniði þar sem 2 eru saman í liði.Veittur verður bikar fyrir fyrsta sæti en einnig verða veitt ýmis aukaverðlaun svo sem fyrir bestu liðsheild, bestu hittni, besta búning og besta stuðningsliðið.  

Fyrirtækjamótið er helsta fjáröflun íþróttafélagsins Ívars sem sendir íþróttafólk á fjölda móta innanlands svo sem í sundi, Boccia og frjálsum. Einnig hefur íþróttafólk Ívars tekið þátt í mótum erlendis.

Tekið er við skráningum til kl. 13 fimmtudaginn 14. október og er þátttökugjaldið 6000 krónur á lið, en fyrirtækjum er frjálst að greiða hærri upphæð sem styrk til félagsins.

Þeir sem vilja æfa sig í boccia fyrir mótið eru velkomnir að koma á bocciaæfingar kl. 17 á miðvikudag og föstudag í næstu viku í íþróttahúsinu Torfnesi. Fyrirtæki geta fengið lánuð bocciasett í fyrirtækin næstu daga til æfinga fyrir mót.

Tekið er við skráningum í síma 865-6025 og 863-1618, eða á netföngunum rarnarson@hotmail.com og  gek@snerpa.is

 

Fréttir

Vefir ađildarfélaga HSV

Vefumsjón