A A A
Arnţór Jónsson | föstudagurinn 27. september 2013

Fyrirtćkjamót Ívars í Boccia 2013

Sunnudaginn 6 október kl. 13:30, ætlar Íþróttafélagið Ívar að halda hið árlega opna Bocciamót í Íþróttahúsinu á Torfnesi og vill bjóða öllum sem hafa áhuga að senda lið og taka þátt.

Keppnin er liðakeppni, tveir í liði. Það geta verið t.d. vinnufélagar, vinir eða fjölskyldumeðlimir.

Veittur er farandbikar fyrir fyrsta sæti ásamt glaðningi. Síðan verða veitt ýmis aukaverðlaun svo sem fyrir bestu liðsheild, bestu hittni, besta stuðningsliðið, bestu búningana.

Þátttökugjald er kr. 8.000,- á lið, en fyrirtækjum er frjálst að greiða hærri upphæð sem styrk við félagið. Tekið er við skráningum í síma: 897-7370 Arnþór og 863-1618 Harpa eða í netföngunum: arnjon@simnet.is og gouholt6@simnet.is .                                                   Tekið er við skráningum til kl. 13 fimmtudaginn 3. okt.

Þátttökugjaldið er notað til þess að styrkja íþróttafólk Ívars til þátttöku á Íslandsmótum í Boccia og sundi.

Þeir sem vilja kynnast Boccia betur fyrir mótið, eða æfa liðið eru velkomnir á Bocciaæfingar í næstu viku í Íþróttahúsinu á Torfnesi á miðvikudaginn og föstudaginn kl.16.30.

Fyrirtækin geta fengið lánuð bocciasett til sín næstu daga til æfinga fyrir mót. Hafið samband sem fyrst. Fyrstir sem panta fyrstir fá

Við hvetjum ykkur til að vera með og hafa gaman af eins og undanfarin ár.

Fréttir

Vefir ađildarfélaga HSV

Vefumsjón