A A A


Íþróttafélagið Ívar heldur mótið í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra og eigum við von á
250 keppendum af öll landinu.
Svo mótið megi fara sem best fram þurfa margar hendur að koma að verki. Ef einhver hefur
áhuga á að starfa með okkur að þessu frábæra verkefni, væri öll aðstoð vel þegin.

Dagskrá verður í grófum dráttum eftirfarandi:
Fimmtudagur kl. 21:00 Mótssetning
Föstudagur kl. 9:00 Keppni hefst og spilað 7. deild - 2. deild, rennufl, BC flokkur og U flokkur
Laugardagur kl. 9:00 Keppni í 1. Deild og úrslit í öllum deildum og flokkum.
Lokahóf í Bolungavík, húsið opnar kl. 18:30, dansleik lýkur kl.24:00


Dæmi um þau verkefni sem þarf að manna eru eftirfarandi:
Það verður spilað á 14 völlum í einu sem þarf að manna með dómurum og aðstoðarmönnum.
Dómaranámskeið verður haldið laugardaginn 29. september.
Við þurfum að manna veitingasölu á föstudeginum og laugardeginum.
Aðstoð við að undirbúa íþróttahúsið fyrir mótið á fimmtudeginum og frágang eftir mót.
Aðstoð við undirbúning á lokahófi sem haldið er í íþróttahúsi Bolungarvíkur.
Og ýmislegt annað.

Þeir sem vilja leggja okkur lið, vinsamlegast hafið samband við Hörpu Björnsdóttur Sími: 863 1618

Fréttir

Vefir ađildarfélaga HSV

Vefumsjón