A A A
Arnţór Jónsson | mánudagurinn 12. október 2015

Íslandsmótiđ í Boccia 2015

Íslandsmótinu í Boccia í Laugardagshöll lauk með hófi í Gullhömrum í gær. Íþróttafélagið Ösp í Reykjavík á 35 ára afmæli og hélt mótið að þessu sinni. Óvenju margir voru skráðir til leiks að þessu sinni var það vegna þess að einstaklingsmótið er alltaf haldið á landsbyggðinni nema eins og núna þá hélt Öspin mótið til þess að halda upp á afmælið. Ívars félagar stóðu sig vel í nýju fyrirkomulagi sem felst í því að fyrst var keppt í riðlakeppni og síðan kepptu 2-3 efstu úr hverjum riðli í undanúrslitum með útsláttar fyrirkomulagi. Í úrslitum var spilað til þrautar um  fyrstu fjögur sætin. Emilía og Hidda komust ekki upp úr riðlunum, voru um miðbikið og féllu þess vegna ekki heldur. Ásta komst ekki heldur áfram. Guðný, Stína, Ómar og Magnús lentu í 5-8 sæti í sínum flokkum. Gummi komst síðan í fjórða sæti sem var besti árangur Ívars á mótinu. 

Fréttir

Vefir ađildarfélaga HSV

Vefumsjón