A A A
| mánudagurinn 7. mars 2011

Styrktarreikningur fyrir Special Olympic fara

Special Olympic fararnir
Special Olympic fararnir

Íþróttafélagið Ívar á keppendur á Special Olympics í Aþenu 2011.

 

Alþjóðaleikar Special Olympics verða haldnir í Aþenu í Grikklandi dagana 25. júní – 4. júlí 2011. Íþróttasamband Fatlaðra sendir 38 keppendur á leikana í 8 íþróttagreinum: boccia, fimleikum, frjálsum íþróttum, golfi, keilu, knattspyrnu, lyftingum og sundi. Á leikunum verða 180 þátttökuþjóðir, 22 keppnisgreinar og 7.500 keppendur.

Umfang og glæsileiki alþjóðaleika Special Olympics líkist ólympíumótum en keppnisform er gjörólíkt. Engin lágmörk þarf á leikana og undankeppni fer fram þannig að allir keppa í jöfnum riðlum. Keppendur eru valdir eftir að tilnefningar berast frá aðildarfélögum ÍF sem staðsett eru um land allt.

 

Íþróttafélagið Ívar mun eiga 2 keppendur á leikunum í ár en það eru: Emilía Arnþórsdóttir frá Bolungarvík sem mun keppa í boccia og Kristín Þorsteinsdóttir frá Ísafirði sem mun keppa í sundi.

Við svona stórt keppnishald fellur alltaf til einhver kostnaður og þarf Íþróttafélagið Ívar að leggja til 120.000 kr. fyrir hvorn keppanda. Til að mæta þessum kostaði leitar Ívar eftir styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum og hefur verið stofnaður reikningur vegna þessa verkefnis.

 

Reikningsnúmerið er: 0154-05-001632

Kennitalan er: 430596-3069

 

Þeir sem vilja sérstaklega styrkja aðra stúlkuna, vinsamlegast setji nafn hennar sem skýringu með færslunni.

Það er von okkar að einstaklingar (Fyrirtæki) geti séð sér fært að taka þátt í þessum kostnaði með framlagi.

Það er ætlunin að birta lista með styrktaraðilum á heimasíðu Ívars en ef fyrirtæki og einstaklingar óska sérstaklega eftir því að vera ekki á þeim lista eru þeir beðnir um að senda tilkynningu þess efnis á póstfangið : rarnarson@hotmail.com

 

 

 

 

Stjórn Íþróttafélagsins Ívars

Fréttir

Vefir ađildarfélaga HSV

Vefumsjón