A A A
Arnţór Jónsson | fimmtudagurinn 25. febrúar 2016

Ađalfundur 2016

Aðalfundur Íþróttafélagsins Ívars 2016
verður haldinn í hæfingarstöðinni Hvestu á Ísafirði
miðvikudaginn 2. mars kl.17
Fundarefni:
Aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Veitingar á eftir.
Stjórnin.
Arnţór Jónsson | sunnudagurinn 1. nóvember 2015

Fyrtćkjamótiđ 2015

Fyrirtækjamótinu í ár lauk með sigri liðs "Stebba Dan" sem Magnús Guðmundsson og Árni íþróttakennari skipuðu. Í ár kepptu 15 lið. Keppni var nokkuð hörð og greinilegt að margir vildu vinna. Þess má geta að sumir senda alltaf lið og stundum fleiri en eitt. Liðið frá "frekari liðveislu" fékk viðurkenningu fyrir búninga og liðin frá "Ísafjarðarhöfn" fyrir liðsheild. Ívar vill þakka þeim fjölmörgu sem lögðu okkur lið. Keppendum dómurum bökurum og öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum til þess að gera daginn eftirminnilegan.
Arnţór Jónsson | miđvikudagurinn 14. október 2015

Fyrirtćkjamót Ívars í Boccia 2015

Helsta fjáröflun Ívars

Sunnudaginn 1 nóvember kl. 13:30, ætlar Íþróttafélagið Ívar að halda hið árlega opna Bocciamót í Íþróttahúsinu á Torfnesi og vill bjóða öllum sem hafa áhuga að senda lið og taka þátt.

Keppnin er liðakeppni, tveir í liði. Það geta verið t.d. vinnufélagar, vinir eða fjölskyldumeðlimir. Ef fylla þarf í lið eru liðsmenn Ívars til í að taka þátt.

Veittur er farandbikar fyrir fyrsta sæti ásamt glaðningi. Síðan verða veitt ýmis aukaverðlaun svo sem fyrir bestu liðsheild, bestu hittni, besta stuðningsliðið, bestu búningana.

Þátttökugjald er kr. 8.000,- á lið, en fyrirtækjum er frjálst að greiða hærri upphæð sem styrk við félagið. Tekið er við skráningum í síma: 897-7370 Arnþór og 893-4393 Jóna eða í netföngunum: arnjon@simnet.is og jonabg@snerpa.is .                                                   Tekið er við skráningum til kl. 13 fimmtudaginn 29. okt.

Þátttökugjaldið er notað til þess að styrkja íþróttafólk Ívars til þátttöku á Íslandsmótum í Boccia og sundi.

Þeir sem vilja kynnast Boccia betur fyrir mótið, eða æfa liðið eru velkomnir á Bocciaæfingar í næstu viku í Íþróttahúsinu á Torfnesi á miðvikudaginn og föstudaginn kl.17.

Fyrirtækin geta fengið lánuð bocciasett til sín næstu daga til æfinga fyrir mót. Hafið samband sem fyrst. Fyrstir koma fyrstir fá

Ath!!             Ath!!            Ath!!

 

Kaffihlaðborð eftir undanúrslitin

 

Verð kr. 1.300 fullorðnir og 700 kr. Börn 7-12 ára, ókeypis fyrir yngri en 7 ára.

 

Við hvetjum ykkur til að vera með og hafa gaman af eins og undanfarin ár.

Posi á staðnum en best er að borga kaffið með peningum (gengur hraðar).

Arnţór Jónsson | mánudagurinn 12. október 2015

Íslandsmótiđ í Boccia 2015

Íslandsmótinu í Boccia í Laugardagshöll lauk með hófi í Gullhömrum í gær. Íþróttafélagið Ösp í Reykjavík á 35 ára afmæli og hélt mótið að þessu sinni. Óvenju margir voru skráðir til leiks að þessu sinni var það vegna þess að einstaklingsmótið er alltaf haldið á landsbyggðinni nema eins og núna þá hélt Öspin mótið til þess að halda upp á afmælið. Ívars félagar stóðu sig vel í nýju fyrirkomulagi sem felst í því að fyrst var keppt í riðlakeppni og síðan kepptu 2-3 efstu úr hverjum riðli í undanúrslitum með útsláttar fyrirkomulagi. Í úrslitum var spilað til þrautar um  fyrstu fjögur sætin. Emilía og Hidda komust ekki upp úr riðlunum, voru um miðbikið og féllu þess vegna ekki heldur. Ásta komst ekki heldur áfram. Guðný, Stína, Ómar og Magnús lentu í 5-8 sæti í sínum flokkum. Gummi komst síðan í fjórða sæti sem var besti árangur Ívars á mótinu. 
Arnţór Jónsson | mánudagurinn 11. maí 2015

Halldórs Högnamótiđ 2015

Var haldið á Þingeyri sunnudaginn 10. maí. alls kepptu 7 lið og var keppt í einum riðli. Í fyrsta sæti var Ívar A í öðru sæti Kubbi 2. og þriðja Kubbi 1. Óvenju margir áhorfendur fylgdust með að þessu sinni.
Arnţór Jónsson | miđvikudagurinn 11. mars 2015

Ađalfundur Ívars 2015

alfundur Íþróttafélagsins Ívars
verður haldinn í hæfingarstöðinni Hvestu á Ísafirði
fimmtudaginn 19. mars kl.17
Fundarefni:
Aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Veitingar á eftir.
Stjórnin.
Arnţór Jónsson | mánudagurinn 16. febrúar 2015

Minningarmót Guđrúnar Guđmundsdóttur í Boccia

Í gær Sunnudaginn 15. febrúar var minningarmótið haldið í íþróttahúsinu á Þingeyri. Alls kepptu 7 lið. Þrjú frá Kubba félagi eldri borgara á Ísafirði tvö frá Höfrungi á Þingeyri og tvö lið frá Ívari félagi fatlaðra á Ísafirði og nágrenni. Sameinað lið Ívars og Kubba varð í fyrsta sæti. Þau Emilía Jenni og Stína. Þingeyringar í öðru sæti og Kubbi í þriðja. Keppt var í einum riðli og fengu því allir að keppa við alla.
Arnţór Jónsson | ţriđjudagurinn 14. október 2014

Fyrirtćkjamótiđ í Boccia 2014

Fyrirtækjamótinu í ár lauk með sigri "Ísinn 1" sem þau hjónin Jóhann Ólafsson og Kolbrún Benediktsdóttir skipa. Í ár kepptu 25 lið. Keppni var nokkuð hörð og greinilegt að margir vildu vinna. Þess má geta að Ísinn hefur sent lið og oft tvö eins og nú frá upphafi keppninarinnar. Liðið frá "Klæði" fékk viðurkenningu fyrir búninga og liðin frá "Bónus" fyrir liðsheild. Ívar vill þakka þeim fjölmörgu sem lögðu okkur lið. Keppendum dómurum bökurum og öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum til þess að gera daginn eftirminnilegan.
Arnţór Jónsson | mánudagurinn 13. október 2014

Myndir frá fyrirtćkjamótinu 2014

Myndir sem Guðmundur Ágústsson tók. Myndir
Arnţór Jónsson | ţriđjudagurinn 23. september 2014

Fyrirtćkjamótiđ í Boccia 2014

Fyrirtækjamót Ívars í Boccia 2014

Helsta fjáröflun Ívars

Sunnudaginn 12 október kl. 13:30, ætlar Íþróttafélagið Ívar að halda hið árlega opna Bocciamót í Íþróttahúsinu á Torfnesi og vill bjóða öllum sem hafa áhuga að senda lið og taka þátt.

Keppnin er liðakeppni, tveir í liði. Það geta verið t.d. vinnufélagar, vinir eða fjölskyldumeðlimir.

Veittur er farandbikar fyrir fyrsta sæti ásamt glaðningi. Síðan verða veitt ýmis aukaverðlaun svo sem fyrir bestu liðsheild, bestu hittni, besta stuðningsliðið, bestu búningana.

Þátttökugjald er kr. 8.000,- á lið, en fyrirtækjum er frjálst að greiða hærri upphæð sem styrk við félagið. Tekið er við skráningum í síma: 897-7370 Arnþór og 893-4393 Jóna eða í netföngunum: arnjon@simnet.is og jonabg@snerpa.is .                                                   Tekið er við skráningum til kl. 13 fimmtudaginn 9. okt.

Þátttökugjaldið er notað til þess að styrkja íþróttafólk Ívars til þátttöku á Íslandsmótum í Boccia og sundi.

Þeir sem vilja kynnast Boccia betur fyrir mótið, eða æfa liðið eru velkomnir á Bocciaæfingar næstu tvær vikur í Íþróttahúsinu á Torfnesi á miðvikudögum og föstudögum kl.17.

Fyrirtækin geta fengið lánuð bocciasett til sín næstu daga til æfinga fyrir mót.

Kaffihlaðborð eftir undanúrslitin. Fullorðnir 1200kr. 600kr. börn yngri en 12. ára.

Hafið samband sem fyrst. Fyrstir sem panta fyrstir fá

Við hvetjum ykkur til að vera með og hafa gaman af eins og undanfarin ár.

Fyrri síđa
1
234Nćsta síđa
Síđa 1 af 4
Eldri fćrslur

Fréttir

Vefir ađildarfélaga HSV

Vefumsjón