A A A
Arnţór Jónsson | ţriđjudagurinn 13. maí 2014

Halldórs Högnamótiđ í Boccia

Halldórs Högnamótið í Boccia

 

Mótið verður haldið á Þingeyri sunnudaginn 18. maí. Kl. 11.

Eldri borgarar sem hyggjast taka þátt láti formann Ívars vita fyrir fimmtudaginn 15. maí.

Arnþór 897 7370

Arnţór Jónsson | föstudagurinn 28. mars 2014

Ađalfundur 2014

Aðalfundur Íþróttafélagsins Ívars
verður haldinn á 4.hæð stjórnsýsluhússins á Ísafirði
miðvikudaginn 2. apríl kl.17
Fundarefni:
Aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Veitingar á eftir.                               Stjórnin.

Arnţór Jónsson | sunnudagurinn 2. febrúar 2014

Special Olympics 2014 í Belgíu.

Ómar Karvel
Ómar Karvel

Íþróttasamband fatlaðra hefur valið fulltrúa á Special Olympic sem haldið verður í Antwerpen í Belgíu í haust. Íþróttafélagið Ívar á Ísafirði og nágrenni á fulltrúa í þeim hópi.  Það er Ómar Karvel Guðmundsson sem keppir í badminton. Leikarnir sjálfir verða haldnir 13. - 20. september  en keppendur taka þátt í vinarbæjardagskrá sem fer fram dagana 9. - 13. september  . Það verður Kortrijk  vinabær Íslands sem tekur á móti íslensku keppendunum. Þetta er kjörið tækifæri til að venjast aðstæðum og  til þess að kynnast nýju fólki. Tíminn fram að leikunum verður svo nýttur til að æfa vel og undirbúa sig undir fyrir þetta mikla ævintýri.

Arnţór Jónsson | sunnudagurinn 6. október 2013

Fyrirtćkjamóti lokiđ

Verđlaunaafhending
Verđlaunaafhending
Myndin er af þeim Soffíu og Gunnari sem sigruðu fyrirtækjamót Ívars. Þau kepptu fyrir Vestfirska forlagið. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir besta skotið sem kom í hlut Hótels Ísafjarðar lið 1. Besta liðsheildin, rannsókn á sjúkrahúsinu og tilþrifa viðurkenningin féll þeim félögum Hjalta og Mugga hjá Ísafjarðarhöfn. Vil ég fyrir hönd Ívars þakka öllum þeim sem að þessu móti komu. Bæði keppendum og dómurum, fyrirtækjum og eins öllum þeim  sem að því komu með öðrum hætti, undirbúningi, bakstri og öllu því sem þarf til að slíkt mót geti orðið að veruleika.
Arnţór Jónsson | föstudagurinn 27. september 2013

Fyrirtćkjamót Ívars í Boccia 2013

Sunnudaginn 6 október kl. 13:30, ætlar Íþróttafélagið Ívar að halda hið árlega opna Bocciamót í Íþróttahúsinu á Torfnesi og vill bjóða öllum sem hafa áhuga að senda lið og taka þátt.

Keppnin er liðakeppni, tveir í liði. Það geta verið t.d. vinnufélagar, vinir eða fjölskyldumeðlimir.

Veittur er farandbikar fyrir fyrsta sæti ásamt glaðningi. Síðan verða veitt ýmis aukaverðlaun svo sem fyrir bestu liðsheild, bestu hittni, besta stuðningsliðið, bestu búningana.

Þátttökugjald er kr. 8.000,- á lið, en fyrirtækjum er frjálst að greiða hærri upphæð sem styrk við félagið. Tekið er við skráningum í síma: 897-7370 Arnþór og 863-1618 Harpa eða í netföngunum: arnjon@simnet.is og gouholt6@simnet.is .                                                   Tekið er við skráningum til kl. 13 fimmtudaginn 3. okt.

Þátttökugjaldið er notað til þess að styrkja íþróttafólk Ívars til þátttöku á Íslandsmótum í Boccia og sundi.

Þeir sem vilja kynnast Boccia betur fyrir mótið, eða æfa liðið eru velkomnir á Bocciaæfingar í næstu viku í Íþróttahúsinu á Torfnesi á miðvikudaginn og föstudaginn kl.16.30.

Fyrirtækin geta fengið lánuð bocciasett til sín næstu daga til æfinga fyrir mót. Hafið samband sem fyrst. Fyrstir sem panta fyrstir fá

Við hvetjum ykkur til að vera með og hafa gaman af eins og undanfarin ár.
Arnţór Jónsson | fimmtudagurinn 4. apríl 2013

Ađalfundur Ívars 2013

Verður haldinn á sundhallarloftinu við Austurveg á Ísafirði mánudaginn 15. apríl kl.17
Fundarefni:
Aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Veitingar á eftir.

Stjórnin.
Arnţór Jónsson | ţriđjudagurinn 19. mars 2013

Minningarmót Guđrúnar Guđmundsdóttur

Sunnudaginn 17. mars var haldið minningarmót í Boccia til minningar um Guðrúnu Guðmundsdóttur í íþróttahúsinu á Þingeyri. Alls kepptu 10 lið. Þrjú frá Þingeyri, fjögur frá Kubba félagi eldri borgara á Ísafirði og þrjú frá Ívari. A lið Ívars varð hlutskarpast.
Arnţór Jónsson | miđvikudagurinn 12. desember 2012

Magnúsarmótiđ 2012

Mótið var haldið í dag 12.12.12 og kepptu 5 lið. Úrslit voru sem hér segir. 1. sæti Þing A þau Valgerður, Bjarni og Ólöf. 2. sæti Ívar A. 3. sæti Þing C. 4. sæti Ívar B. 5. sæti Þing B. Mótið tókst í alla staði með ágætum og voru veitingar í lokin í boði heimamanna. Myndir í myndaalbúmi.
Arnţór Jónsson | mánudagurinn 10. desember 2012

Magnúsarmótiđ í Boccia

 

 

Mótið verður haldið á Þingeyri miðvikudaginn 12. desember. Kl. 18. Eldri borgarar sem hyggjast taka þátt láti formann félagsins vita fyrir þriðjudag. Arnþór 897 7370Íþróttafélagið Ívar heldur mótið í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra og eigum við von á
250 keppendum af öll landinu.
Svo mótið megi fara sem best fram þurfa margar hendur að koma að verki. Ef einhver hefur
áhuga á að starfa með okkur að þessu frábæra verkefni, væri öll aðstoð vel þegin.

Dagskrá verður í grófum dráttum eftirfarandi:
Fimmtudagur kl. 21:00 Mótssetning
Föstudagur kl. 9:00 Keppni hefst og spilað 7. deild - 2. deild, rennufl, BC flokkur og U flokkur
Laugardagur kl. 9:00 Keppni í 1. Deild og úrslit í öllum deildum og flokkum.
Lokahóf í Bolungavík, húsið opnar kl. 18:30, dansleik lýkur kl.24:00


Dæmi um þau verkefni sem þarf að manna eru eftirfarandi:
Það verður spilað á 14 völlum í einu sem þarf að manna með dómurum og aðstoðarmönnum.
Dómaranámskeið verður haldið laugardaginn 29. september.
Við þurfum að manna veitingasölu á föstudeginum og laugardeginum.
Aðstoð við að undirbúa íþróttahúsið fyrir mótið á fimmtudeginum og frágang eftir mót.
Aðstoð við undirbúning á lokahófi sem haldið er í íþróttahúsi Bolungarvíkur.
Og ýmislegt annað.

Þeir sem vilja leggja okkur lið, vinsamlegast hafið samband við Hörpu Björnsdóttur Sími: 863 1618
Eldri fćrslur

Fréttir

Vefir ađildarfélaga HSV

Vefumsjón