A A A
Arnţór Jónsson | mánudagurinn 11. júní 2012

Ađalfundur 2012

Aðalfundur Íþróttafélagsins Ívars verður haldinn á sundlaugarloftinu á Ísafirði föstudaginn þann 22. júní kl 16. fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Áhugasamur aðili sem hefur áhuga á íþróttamálum fatlaðra óskast til þess að taka sæti í stjórn félagsins allar nánari upplýsingar hjá formanni 897 7370
Arnţór Jónsson | mánudagurinn 23. janúar 2012

Sólarpönnukökur

 

Mánudaginn 30. janúar verður hin árlega sólarpönnukökusala. Nú á vegum Íþróttafélagsins Ívars.  Pönnukökusalan er til fjáröflunar starfi félagsins en það er skemmtilegur siður hjá fyrirtækjum á Ísafirði að bjóða starfsfólki sínu upp á pönnukökur í tilefni komu sólar.

            Íþróttafélagið Ívar heldur uppi 
íþróttastarfi fyrir fatlaða á Ísafirði og nágrenni.
Farnar eru ferðir árlega á Íslandsmót bæði í Boccia og sundi.

 

Pönnukökurnar verða keyrðar út mánudaginn 30. janúar. Verð er eftirfarandi :

Pönnukaka með sykri 100 kr. Pönnukaka með sultu og rjóma 200 kr. Pönnukaka ósamsett þar sem sultan og rjóminn fylgja með í íláti 200 kr.

Pantanir sendist á arnjon@simnet.is  Reikningar verða sendir með pönnukökunum. Á pöntun þarf að koma þarf fram:

Fyrirtæki: Vestri ehf. Suðurgata 12, Ísafirði

Afhendingarstaður:Kaffistofa á 1. hæð Vestrahúss

Magn: 15 st. með sykri, 15 st. með sultu og rjóma 15 st. ósamsett.

Afhendingartími:

Pantanir þurfa að berast fyrir kl: 16:00 á fimmtudaginn 26.jan.

Kær kveðja, Stjórn Íþróttafélagsins Ívars

Arnţór Jónsson | fimmtudagurinn 5. janúar 2012

Boccia ćfingar hafnar.

Æfingar í Boccia eru hafnar aftur eftir áramót. Næsti tími kl.17 föstudaginn 6. janúar í íþróttahúsinu á Torfnesi.
Arnţór Jónsson | miđvikudagurinn 12. október 2011

Fyrirtćkjamótiđ fyrirkomulag.

Keppt verður í fimm liða riðlum þar sem öll lið keppa hvert við annað innan riðilsins. Sigurliðin í hverjum riðli komast áfram í milliriðil þar sem áfram keppa öll lið innbyrðis. Tvö stigahæstu liðin úr milliriðlinum keppa síðan um fyrsta sætið.
Arnţór Jónsson | miđvikudagurinn 12. október 2011

Fyrirtćkjamót Ívars í Boccia

Helsta fjáröflun Ívars

Sunnudaginn 16 október kl. 13:30, ætlar Íþróttafélagið Ívar að halda hið árlega opna Bocciamót í Íþróttahúsinu á Torfnesi í tíunda sinn, og vill bjóða öllum sem hafa áhuga að senda lið og taka þátt.

Keppnin er liðakeppni, tveir í liði. Það geta verið t.d. vinnufélagar, vinir eða fjölskyldumeðlimir.

Veittur er farandbikar fyrir fyrsta sæti ásamt gjafabréfi frá „Valla Bakara“ ávísun á tertu fyrir 40 manns. Síðan verða veitt ýmis aukaverðlaun svo sem fyrir bestu liðsheild, bestu hittni, besta stuðningsliðið.

Þátttökugjald er kr. 7.000,- á lið, en fyrirtækjum er frjálst að greiða hærri upphæð sem styrk við félagið. Tekið er við skráningum í síma: 897-7370 Arnþór og 863-1618 Harpa eða í netföngunum: arnjon@simnet.is og gek@snerpa.is . Tekið er við skráningum til kl. 13 fimmtudaginn 13. okt.

Þátttökugjaldið er notað til þess að styrkja íþróttafólk Ívars til þátttöku á Íslandsmótum í Boccia og sundi.

Þeir sem vilja kynnast Boccia betur fyrir mótið, eða æfa liðið eru velkomnir á Bocciaæfingar í næstu viku í Íþróttahúsinu á Torfnesi á miðvikudaginn og föstudaginn kl.17.

Ath!! Ath!! Ath!!

Kaffihlaðborð eftir undaúrslitin

Verð kr. 1.200 fullorðnir og 600 kr. Börn 7-12 ára

Fyrirtækin geta fengið lánuð bocciasett til sín næstu daga til æfinga fyrir mót. Hafið samband sem fyrst. Fyrstir panta fyrstir fá

 

Við hvetjum ykkur til að vera með og hafa gaman af eins og undanfarin ár.

Arnţór Jónsson | mánudagurinn 20. júní 2011

Nú styttist í Special Olympics.

Þær Emilía Arnþórsdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir fljúga til Aþenu nú í morgunsárið ásamt öðrum keppendum, þjálfurum og fararstjórum. Fyrir leikana sem verða settir þann 25. júní verður vinabæjarprógramm á skaganum Halkidiki suðaustur af Þessaloniki næst stærstu borg Grikklands. Vilja þær ásamt öllum þeim sem að þáttöku þeirra í þessum leikum koma, þakka þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg, einnig þeim sem með fjárstuðningi gerðu þetta kleyft, bæði fyrirtæki og einstaklingar.

Breyting hefur orðið á reikningsnúmeri á styrktarreikning Emilíu og Kristínar Special vegna Special Olympic ferð þeirra til Aþenu í júní næstkomandi. Við sameiningu Landsbanka og Spkef breyttust útibúsnúmer.

Þannig að styrktarreikningur er því:

Reikningsnúmerið er: 0154-05-001632

Kennitalan er: 430596-3069

 

 

 

| mánudagurinn 7. mars 2011

Styrktarreikningur fyrir Special Olympic fara

Special Olympic fararnir
Special Olympic fararnir

Íþróttafélagið Ívar á keppendur á Special Olympics í Aþenu 2011.

 

Alþjóðaleikar Special Olympics verða haldnir í Aþenu í Grikklandi dagana 25. júní – 4. júlí 2011. Íþróttasamband Fatlaðra sendir 38 keppendur á leikana í 8 íþróttagreinum: boccia, fimleikum, frjálsum íþróttum, golfi, keilu, knattspyrnu, lyftingum og sundi. Á leikunum verða 180 þátttökuþjóðir, 22 keppnisgreinar og 7.500 keppendur.

Umfang og glæsileiki alþjóðaleika Special Olympics líkist ólympíumótum en keppnisform er gjörólíkt. Engin lágmörk þarf á leikana og undankeppni fer fram þannig að allir keppa í jöfnum riðlum. Keppendur eru valdir eftir að tilnefningar berast frá aðildarfélögum ÍF sem staðsett eru um land allt.

 

Íþróttafélagið Ívar mun eiga 2 keppendur á leikunum í ár en það eru: Emilía Arnþórsdóttir frá Bolungarvík sem mun keppa í boccia og Kristín Þorsteinsdóttir frá Ísafirði sem mun keppa í sundi.

Við svona stórt keppnishald fellur alltaf til einhver kostnaður og þarf Íþróttafélagið Ívar að leggja til 120.000 kr. fyrir hvorn keppanda. Til að mæta þessum kostaði leitar Ívar eftir styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum og hefur verið stofnaður reikningur vegna þessa verkefnis.

 

Reikningsnúmerið er: 0154-05-001632

Kennitalan er: 430596-3069

 

Þeir sem vilja sérstaklega styrkja aðra stúlkuna, vinsamlegast setji nafn hennar sem skýringu með færslunni.

Það er von okkar að einstaklingar (Fyrirtæki) geti séð sér fært að taka þátt í þessum kostnaði með framlagi.

Það er ætlunin að birta lista með styrktaraðilum á heimasíðu Ívars en ef fyrirtæki og einstaklingar óska sérstaklega eftir því að vera ekki á þeim lista eru þeir beðnir um að senda tilkynningu þess efnis á póstfangið : rarnarson@hotmail.com

 

 

 

 

Stjórn Íþróttafélagsins Ívars

Vinkonurnar Emilía og Kristín á góđri stund.
Vinkonurnar Emilía og Kristín á góđri stund.
Íþróttasamband fatlaðra hefur valið fulltrúa sína sem taka þátt í Special Olympic sem haldið verður í Aþenu í Grikklandi á næsta ári. Íþróttafélagið Ívar á 2 fulltrúa í þeim hópi. Þeir eru Emilía Arnþórsdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir. Emilía keppir í Boccia en Kristín í Sundi.

Leikarnir sjálfir verða haldnir 25. júni - 4. júlí á næsta ári en keppendur taka þátt í vinarbæjardagskrá sem verður það haldið dagana 20. - 24. júní. Sú dagskrá verður þannig að það er borg eða bær í nágrenni Aþenu sem tekur á móti íslensku keppendunum. Þetta er kjörið tækifæri til að venjast aðstæðum, því á þessum árstíma er bæði mjög heitt og rakt og einnig til þess að kynnast nýju fólki.

Tíminn fram að leikunum verður svo nýttur til að æfa vel og undirbúa sig undir fyrir þetta mikla ævintýri.
| ţriđjudagurinn 16. nóvember 2010

Ragney á leiđ til Hollands: Keppir á EM í 25m laug

Ragney Líf Sundkona Ívars
Ragney Líf Sundkona Ívars
Sundkonan Ragney Líf Stefánsdóttir frá Ívari á Ísafirði er á leið til Hollands þar sem hún mun keppa í flokki S10 á Evrópumeistaramóti ófatlaðra í 25m. laug. Ákveðið var að hafa flokk S10 með á mótinu en Ragney mun halda út með hópi frá Sundsambandi Íslands.

Ytra keppir Ragney í 100 og 50 metra skriðsundi en hún heldur út þann 25. nóvember og keppir dagana 26. og 28. nóvember.

Þjálfarar í ferðinni eru:
Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir
Kristján Jóhannesson

Sundmenn SSÍ
Hrafn Traustason
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir
Bryndís Rún Hansen

Sundmenn ÍF
Ragney Líf Stefánsdóttir (S10)

Frétt fengin frá ÍF

Eldri fćrslur

Fréttir

Vefir ađildarfélaga HSV

Vefumsjón