A A A
| fimmtudagurinn 7. október 2010

Fyrirtćkjamót Ívars í Boccia

Fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 17. október klukkan 13:30. Mótið verður með hefðbundnu sniði þar sem 2 eru saman í liði.Veittur verður bikar fyrir fyrsta sæti en einnig verða veitt ýmis aukaverðlaun svo sem fyrir bestu liðsheild, bestu hittni, besta búning og besta stuðningsliðið.  

Fyrirtækjamótið er helsta fjáröflun íþróttafélagsins Ívars sem sendir íþróttafólk á fjölda móta innanlands svo sem í sundi, Boccia og frjálsum. Einnig hefur íþróttafólk Ívars tekið þátt í mótum erlendis.

Tekið er við skráningum til kl. 13 fimmtudaginn 14. október og er þátttökugjaldið 6000 krónur á lið, en fyrirtækjum er frjálst að greiða hærri upphæð sem styrk til félagsins.

Þeir sem vilja æfa sig í boccia fyrir mótið eru velkomnir að koma á bocciaæfingar kl. 17 á miðvikudag og föstudag í næstu viku í íþróttahúsinu Torfnesi. Fyrirtæki geta fengið lánuð bocciasett í fyrirtækin næstu daga til æfinga fyrir mót.

Tekið er við skráningum í síma 865-6025 og 863-1618, eða á netföngunum rarnarson@hotmail.com og  gek@snerpa.is

 

Hluti keppenda á mótinu
Hluti keppenda á mótinu
« 1 af 2 »
Liðsmenn Ívars tóku þátt í Íslandsmóti í einstaklingskeppni í Boccia sem haldið var í Reykjanesbæ nú um síðustu helgi. 200 keppendur frá 12 félögum skráðu sig til leiks. 10 keppendur kepptu fyrir hönd Ívars og náðist góður árangur á mótinu. Magnús H Guðmundsson sigraði í 4. deild og Guðjón Hraunberg Björnsson lenti í 2. sæti í 5. deild. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir komst inn í úrslit í 2. deild en hún komst ekki á verðlaunapall. Það var einnig haft á orði hve miklum framförum Emilía Arnþórsdóttir hefði náð í Boccia frá síðasta móti. Loks á sunnudagskvöld var lokahóf í Stapanum þar sem boðið var upp á góðan mat og svo lauk kvöldinu með balli  þar sem allir skemmtu sér konunglega.
| mánudagurinn 6. september 2010

Ćfingatímar Ívars Veturinn 2010 - 2011

Æfingartímar Ívars í vetur verða eftirfarandi:

BOCCIA
 (Æfingar hefjast miðvikudaginn 8. september 2010)

Miðvikudagar klukkan 17 - 18
Föstudagar klukkan 17 - 18
Æfingarnar verða í íþróttahúsinu Torfnesi


SUND
(Æfingar hefjast mánudaginn 6. september 2010)

Mánudagar klukkan 16 - 16:45
Miðvikudagar klukkan 15:45 - 16:30
Föstudagar 17 - 18

                                                                        Kveðja, Stjórnin

| ţriđjudagurinn 25. maí 2010

Barmmerkjasala Íţróttafélagsins Ívars

Mynd af barmmerki Ívars sem selt verđur á kosningadaginn.
Mynd af barmmerki Ívars sem selt verđur á kosningadaginn.
Á kosningadaginn 29. maí 2010 mun Íþróttafélagið Ívar vera með barmmerkjasölu við kjörstaði á Þingeyri, Ísafirði og í Bolungarvík. Barmmerkið kostar 1000 krónur verður það selt frá klukkan 11 - 19. Íþróttafélagið Ívar hvetur alla til að kjósa gott málefni, íþróttaiðkun fatlaðra vestfirðinga, með því að kaupa barmmerki félagsins. 
| föstudagurinn 4. desember 2009

2 Íslandsmet og 10 verđlaunapeningar

Tveir þátttakendur, þær Ragney Líf Stefánsdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir fóru á vegum íþróttafélagsins Ívars og kepptu á  Íslandsmóti ÍF í sundi í 25 metra laug. Það er óhætt að segja að árangurinn hafi verið glæsilegur og fengu þær 10 verðlaunapeninga og Ragney Líf setti 2 Íslandsmet. Ragney bætti 9 ára gamalt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi um þriðjung úr sekúndu. Einnig setti hún Íslandmet í 50 metra bringusundi og bætti metið um rúmar 2 sekúndur. Kristín vann 1 gull, 2 silfur og 1 brons

Ragney keppti í 6 greinum og vann þær allar. Hún keppti í eftirfarandi greinum.

50 skrið: 35,20    ÍSLANDSMET!
50 bak: 46,58
100 bringa: 1.53,29
100 skrið: 1.18,63
50 bringa: 48,79    ÍSLANDSMET!
200 skrið: 3.01,05

Kristín keppti í 5 greinum og fék 1 gull, 2 silfur og 1 brons. Hún keppti í eftirfarandi greinum:

50 skrið: 40,73 
50 bak: 48,84
100 skrið: 1.32,09 
50 bringa: 58,48
200 skrið: 3.20,14
| fimmtudagurinn 5. nóvember 2009

Jólakortasala Ívars

Nú eru jólakortin komin í hús og næstu daga verður gengið í hús og selt í Ísafjarðarbæ og í Bolungarvík. Korin eru seld í 10 korta búntum og kostar hvert búnt 1000 krónur. Jólakortasalan er ein af aðal fjáröflunum félagsins og vonum við að Vestfirðingar taki vel á móti sölufólki okkar.
| föstudagurinn 9. október 2009

Fyrirtćkjamót Ívars

Fyrirtækjamót Ívars verður haldið sunnudaginn 11. október 2009 og hefst keppnin klukkan 13:30. Útlit er fyrir að 35 lið komi til með að keppa á 14 völlum og komust færri lið að en vildu. Á staðnum verður kaffisala.
Fyrri síđa123
4
Nćsta síđa
Síđa 4 af 4
Eldri fćrslur

Fréttir

Vefir ađildarfélaga HSV

Vefumsjón