A A A

Valmynd

Fréttir

Kassabílasmiðja

Salbjörg Engilbertsdóttir | 15. júní 2013
Eftir nokkura ára hlé verður að nýju boðið upp á kassabílasmiðju í vikunni fyrir Hamingjudaga.  Umsjónarmenn að þessu sinni eru Valli og Hlynur og verður smiðjan staðsett að Kópnesbraut 7 milli kl. 15 og 18 frá þriðjudegi 25. júní - fimmtudagsins  27. júní.
Þangað mega tilvonandi rallarar mæta með efni í nýjan bíl eða gamla bíla sem þurfa viðgerðar við og fá aðstoð.  Ekki er reiknað með að smiðjan skaffi spýtur eða hjól en ef einhver á hjól eða annað efni sem hentar í kassabílagerð má endilega koma því til smiðjustjóra.

Facebook

Hamingjumyndir

Við gamla bæinn í Gröf í Bitru við upphaf Hamingjuhlaupsins 2. júlí 2011. Þaðan lögðu þessir hraustu hlauparar af stað upp úr kl. 16 þennan laugardag áleiðis til Hólmavíkur, þar sem Hamingjudagar Á Hólmavík stóðu sem hæst.

F.v. Gunnlaugur Júlíusson, Stefán Gíslason, Finnur Dagsson, Hafþór Benediktsson, Birkir Þór Stefánsson, Ingimundur Grétarsson og Guðmann Elísson. 

(Ljósm. Rögnvaldur Gíslason og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón